fbpx

5 Ráð til þess að ná í fleiri kúnna


  1. Skilgreindu markmiðin þín. Þú verður að vita hvert markmiðið er… 

Hvert ætlarðu að skjóta ef þú hefur ekkert skotmark? 

Markmiðið þitt verður drifkraftur til þess að ná í fleiri kúnna með markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Ekki fresta þessu mikið lengur… náðu í blað og penna og skilgreindu markmiðin þín.

Vertu viss um að markmiðin þín séu nákvæm og mælanleg. 

  1. Finndu markhópinn þinn

Eftir að þú hefur mótað skýra stefnu… þarftu að skilgreina markhópinn þinn.

Enginn markhópur þýðir einfaldlega að stefnan þín verður til einskis.

Markhópurinn sem þú velur er grunnurinn að árangri í markaðssetningu á samfélagsmiðlum.

Út frá markhópnum þínum getur þú svo valið allt frá því hvaða samfélagsmiðlum þú ætlar að vera á, til skilaboðsins sem þú ætlar að koma fram.

En af hverju fær markhópurinn allt sviðsljósið?

Hér er ástæðan:

“If you want to create messages that resonate with your audience, you need to know what they care about.”

Fyrir flest fyrirtæki er stærsta áskorunin að tengjast markhópnum sínum.

Finndu út hver vandamál þeirra eru, svaraðu spurningum þeirra og byrjaðu samtal.

  1. Notaðu “the art of storytelling”

Það er sagan sem selur, ekki varan eða þjónustan. 

Við mannfólkið tengjum við sögurnar, það eru tilfinningaleg tengsl sem vörumerkið þitt mótar með viðskiptavinum þínum.

Það eru margar leiðir til þess að skapa þessi tengsl… 

Sumar eru flóknar og aðrar einfaldar.

Gerðu fyrirtækið eða vörumerkið þitt persónulegra. 

Þú stendur fyrir boðskapi… af hverju ekki að leyfa heiminum að vita hver hann er.

Með því nærðu þér í “loyal” viðskiptavini sem að styðja þig í öllu sem þú gerir. 

Mundu bara að þessar sögur eru ekki auglýsingar… þær hjálpa þér einfaldlega að auka traust viðskiptavina þinna og láta þau vita hvaða gildi þú stendur fyrir.

  1. Veldu samfélagsmiðlana þína skynsamlega

Það er alls ekki nauðsynlegt að vera á öllum samfélagsmiðlum sem til eru…

En það skiptir máli að hafa áhrif á þeim sem þú velur til þess að markaðssetja á.

Skipuleggðu viðveru þína á samfélagsmiðlum sem höfða til markhóps þíns.

Það er ekki magnið sem skiptir máli, heldur gæðin. 

Einbeittu þér að samfélagsmiðlunum sem markhópurinn þinn er á.

  1. Skapaðu vandamál við lausninni þinni

Því stærra vandamál sem þú ert að leysa, því meira getur þú rukkað.

Það er hægt að setja þessa formúlu í nýjan búning aftur og aftur.

Alveg frá því að vera einkaþjálfari að selja heimaprógröm í covid, í það að vera Apple að taka “headphone” tengið af iPhone símum.

Þessi hugmyndafræði byggist á því að skapa vandamál við lausninni sem þú selur eða munt selja.

En í rauninni er þetta vandamál ekki til staðar. 

Það er einfaldlega bara söluaðferð til þess að sannfæra tilvonandi viðskiptavin að kaupa þjónustu eða vöru af þér.

© 2022 Alpha Agency ehf. Allur réttur áskilinn.