fbpx

Afhverju ættir þú að setja meiri pening í ads

Fyrirtækjaeigendur þurfa alltaf að taka áhættur. Hvort sem þú ert að ráða starfsfólk, fara í stærra húsnæði EÐA setja meiri pening í markaðssetningu og auglýsingar. Við erum sífellt að taka ákvarðanir sem við vitum kannski ekki nákvæmlega hvernig fara. En ákveðum að treysta á líkur og innsæi og horfum auðvitað á “risk to reward ratio”.

En þó þú sért að setja meiri pening en nokkurn tímann áður í Facebook ads, ættir þú ekki að horfa á það sem stóra áhættu. Það sem er magnað við Facebook auglýsingar (ef þú notar þær rétt) er að þú safnar meiri gögnum um markhópinn þinn og tilvonandi viðskiptavini þegar þú setur meiri pening í þær. Þegar þú hefur þessi gögn, þegar þú setur upp ómótstæðilegt “offer” og setur svo upp Facebook auglýsingu sem hittir í mark.

Þá gætir þú upplifað svipað augnablik og ég gerði fyrir nokkrum árum síðan. Daginn sem online coaching prógramið mitt sló virkilega í gegn eða öllu heldur, daginn sem Facebook auglýsingarnar fyrir online coaching prógramið mitt slógu fyrst í gegn “Ding…”.“Ding…”.“Ding…”.“Ding…”“Ding.., Ding.., Ding..” Síminn stoppaði ekki. Notifications fyrir nýjum skráningum ringdi inn. Á endanum varð ég slökkva á símanum því ég kunni ekki að taka notifications af. Ég hélt í alvöru að það myndi kvikna í honum 🔥

En þetta er málið, þjónustan var sú sama og hún hafði verið lengi. Það var ekkert nýtt sem skeði þar. Það sem breyttist var: Uppsetning og orðalag á tilboðinu, ég lærði að nota Facebook ads betur, ég setti meiri pening í Facebook ads.

Svona augnablik geta umbreytt lífi þínu. Gerði það hjá mér að minnsta kosti .Fékk mig til að sjá hlutina í öðru ljósi. Eftir þetta var auðveldara fyrir mig að hugsa stærra og taka meiri “áhættur”. En þú upplifir aldrei SVONA umbreytingu með því að ráða nýjan starfsmann og hvað þá með því að forðast allar áhættur. Öruggasta leiðin til þess að láta boltann rúlla hraðar, er að mastera Fb ads og markaðssetningu.🚨

…Eða ráða einhvern til þess að aðstoða þig með það.

© 2022 Alpha Agency ehf. Allur réttur áskilinn.