fbpx

Ný þjónusta! Alpha partnerships

Ég var með bakið upp við vegg. Árið er 2011. Ég er 21 árs, í nýju landi með engar fastar tekjur og þarf að framfleyta sjálfum mér, kærustunni og eins árs gamalli dóttur okkar. Fokk, hvað er ég búin að koma okkur í? Ekkert bakland. Ekkert öryggi og peningurinn sem við fluttum með út var að fuðra upp með hverjum deginum sem leið.

Ég þurfti að læra markaðssetningu og ég þurfti að læra að selja þjónustuna mína. Helst í gær. Ég ætla ekki heim með skottið á milli lappana. Ég ætla að láta þetta ganga upp. Fyrir algjöra tilviljun, þegar ég þurfti mest á því að halda, kynntist ég manni sem kenndi mér að markaðssetja og selja. Hann kenndi mér tækni og prinsip atriði sem ég nota enn þann dag í dag. Eftir nokkra klukkutíma með þessum manni var ég búin að fylla dagskrána mína á innan við viku. Ég er honum ævinlega þakklátur. Það sem hann kenndi mér, breytti lífinu mínu.

Að læra að markaðssetja, sannfæra og selja gjörbreytti öllu. Það skiptir engu máli hversu fær þú ert, ef þú getur ekki fangað athygli, sannfært fólk og selt þjónustuna þína lendir þú í vandræðum. Síðastliðin 10 ár hef ég svo þróað og masterað eiginleikan að geta sótt fleiri viðskiptavini. Fyrst seldi ég augliti til auglitis, í gegnum síma og email. Í dag notum við mest Facebook og Instagram ads en vinnum með sömu prinsip atriði þegar kemur að því að fanga athygli, skapa þrá og sannfæra. Verkfærin og aðferðirnar breytast reglulega. En prinsip atriðin eru yfirleitt alltaf þau sömu og þess vegna náum við árangri ár eftir ár og getum náð árangri í nánast hvaða bransa sem er.

Fyrst fór ég að hjálpa öðrum þjálfurum að sækja sér fleiri kúnna. Næst hjálpaði ég öðrum stéttum í “heilsu og þjálfara” bransanum. Núna hjálpum við fyrirtækjum úr ókíkum áttum en vinnum alltaf með ákveðin grunn prinsip þegar kemur að því að fanga athygli og ná í fleiri viðskiptavini. Af sömu ástæðu og þessi maður vildi hjálpa mér fyrir 9 árum síðan, langar mig að hjálpa þér núna.

Undanfarið ár höfum við verið að kenna þjálfurum að markaðssetja þjónustuna sína, ná sér í fleiri kúnna og setja upp skilvirkari viðskiptamódel svo þeir geti þjónustað fleiri kúnna og selt dýrari þjónustu án þess að þurfa stöðugt að vera selja tímann sinn fyrir pening.

Nú tökum við þetta skrefi lengra og bætum við nýrri þjónustu sem við köllum Partnerships. Í stað þess að við kennum þér að gera hlutina, þá gerum við þá fyrir þig… Þetta þýðir að við göngum til liðs við þig, tökum höndum saman svo þú getir einbeitt þér að því sem þú gerir best og við sjáum um allt annað.

Við hjálpum þér að móta skýrari stefnu sem þjálfari, setjum upp framework sem hjálpar þér að þéna meira án þess að drekkja þér í vinnu og við sjáum alfarið um markaðsetninguna þína og sjáum til þess að þú sért með stöðugan straum af tilvonandi viðskiptavinum sem geta ekki beðið eftir því að fá að vinna með þér.

Það eina sem þú þarft að gera, er að geta veitt góða þjónustu​.

Ef þú vilt vita meira sendu okkur línu á info@alphaagency.is

© 2022 Alpha Agency ehf. Allur réttur áskilinn.