fbpx

Það virkar ekki lengur að gera hlutina eins og allir aðrir

Haltu áfram að lesa ef þú vilt fleiri viðskiptavini!

Ég var vanur að gera hlutina bara eins og ég sá alla aðra gera þá. Pósta reglulega á Instagram og Facebook, kynna þjónustuna, setja upp auglýsingar á nokkura vikna fresti og bjóða fólki að kaupa eða skrá sig.

Og þetta virkaði.

Ath. Þetta virkaði. En ekki lengur. Það virkar ekki lengur að reyna gera hlutina eins og allir hinir eru að reyna gera þá. Markhópurinn þinn er meira efins núna en nokkru sinni fyrr. Þegar ég var að byrja að nota fb ads árið 2014 var nóg fyrir mig að:

1. Targeta markhópinn með einni grípandi fyrirsögn.

2. Senda þau yfir á einfalt landing page þar sem ég kynnti þjónustuna.

3. Neðst var call to action “skráðu þig hér”.

Og búmm… skráningum rigndi inn.

En fleiri fóru að gera svipaða hluti. Það varð erfiðara að fanga athygli, auglýsingarnar urðu dýrari og einfalda lendingar síðan var ekki að sannfæra eins marga. Það var eins og markhópurinn yrði skyndilega ónæmur fyrir markaðssetningunni og auglýsingunum.

Svo við þróuðum nýja aðferð.

Ólíkt því sem allir aðrir eru að gera. Aðferð sem talar við markhópinn á mismunandi stað í þeirra eigin vegferð. Sjáðu til, það eru ekki allir meðvitaðir um vandamálin, og það eru ekki allir á sama stað í vegferðinni. Sumir finna fyrir hugarangri/sársauka sem vandamálið orsakar en eru ekki meðvitaðir um HVERT vandamálið sé – við þurfum að upplýsa þennan hóp um vandann. Aðrir finna vita hvaða vandamál þeir eru að díla við en vita ekki hver lausnin er – við þurfum að sýna þessum að við höfum svarið. Svo eru þriðji hópurinn sem veit af vandamálinu, veit að við höfum lausnina en vantar bara innblástur til að taka af skarið eða boð um kaupa þjónustu/vöruna af okkur.

Við áttuðum okkur á að flestir tala BARA við þriðja hópinn með markaðssetningunni sinni.

En 90-97% af markhópnum er líklega í hóp 1 og 2.

Með boðskap sem höfðar eingöngu til þeirra sem eru tilbúnir að kaupa erum við líklega að fæla frá okkur alla hina.

Þess vegna skipuleggjum við markaðssetninguna þannig að hún upplýsir fólk um vandann sem veldur hugarangri, sköpum þrá, sýnum fólki lausnina og sannfærum að við höfum réttu þjónustuna/vöruna. Og gefum svo ástæðu til að taka action.

© 2022 Alpha Agency ehf. Allur réttur áskilinn.