fbpx

Við viljum öll fleiri viðskiptavini, ekki satt? Ef ekki fleiri, þá færri sem eru tilbúnir að greiða hærra verð. En hvernig náum við í fleiri viðskiptavini EÐA fáum fólk til þess að borga hærra verð fyrir þjónustuna/vöruna okkar ÁN ÞESS að upplifa okkur eins og uppáþrengjandi sölumenn.

Sjáðu til,

Áður en við bjóðum tilvonandi viðskiptavin að kaupa nokkurn skapaðan hlut, er mikilvægt að við stýrum því hvað viðkomandi finnst og hugsar um okkur, fyrirtækið eða vörumerkið okkar. Við þurfum að skapa ímynd og planta hugmyndum í höfuðið á tilvonandi viðskiptavin ÁÐUR en hann/hún sér tilboð frá okkur. Ég þarf að sýna fram á verðmætið í því sem ég geri áður en ég sel.

Besta og fljótlegasta leiðin til þess að gera þetta er einfaldlega með því að hjálpa fólki að ná “results in advance” eða hjálpa fólki að ná árangri ÁÐUR en það kaupir þjónustu. Í stað þess að nota markaðssetningu eingögnu til þess að selja, þá nota ég markaðssetningu til þess að gefa góð ráð, hjálpa markhópnum mínum og leyfa þeim að kynnast því sem fyrirtækið stendur fyrir. Þegar við hjálpum fólki að ná árangri í gegnum markaðssetningu sköpum við um leið þrá í eitthvað meira.

Flestum finnst óþægilegt að “selja” og þess vegna höfum við skapað kerfi sem auðveldar okkur söluna.

Við þurfum ekki að sannfæra tilvonandi viðskiptavin með söluræðu. Við höfum nú þegar sannfært viðkomandi í gegnum markaðssetninguna okkar. Þannig náum við akkúrat í þá kúnna sem okkur langar að vinna með. Kúnna sem eru æstir í að kaupa þjónustuna eða vöruna okkar. Við höfum nú þegar aðstoðað þá en þeir vilja meira og eru tilbúnir að borga ennþá meira fyrir það.

© 2022 Alpha Agency ehf. Allur réttur áskilinn.